Hvað er á döfinni

Samtökin Landsbyggðin lifi (LBL) taka á móti þremur listamönnum frá franska listafélaginu „Groupe ToNNe” á Kópaskeri.

Í ágústmánuði stóðu samtökin Landsbyggðin lifi (LBL) fyrir því að þrír listamenn frá franska listafélaginu „Groupe ToNNe” eru í skapandi dvöl á Kópaskeri. Þetta er hluti af evrópska verkefninu „Lönd fiðrilda – Lands of Butterflies”. Í þrjár vikur vinna listamennirnir ásamt heimafólki að túlkun á sameiginlegum minningum kvenna á Kópaskeri, Raufarhöfn og nágrenni sem fangaðar voru í vinnustofum og viðtölum sem unnið var með konum í þorpinu veturinn og vorið 2023. Með tónlist, myndskreytingum og gerð myndbanda mun hópurinn vinna að því að fanga þá reynslu og þekkingu sem safnast hefur saman á meðan á dvölinni stendur í röð listrænna atriða sem þeir sýna samfélaginu.

Til að fylgja þessu samfélagslega og skapandi ferli eftir er Landsbyggðin lifi (LBL) einnig að skipuleggja fjölbreytta starfsemi sem miðar að því að gera grein fyrir óáþreifanlegum menningararfi og skapa tækifæri fyrir listamenn og nærsamfélagið til að hittast og skiptast á skoðunum um þau fjölbreyttu sjónarhorn sem skapast hafa í verkefninu um hlutverk kvenna í dreifbýli. Sumar tillögurnar sem unnið verður með út mánuðinn eru fundir með listamönnum og fólki úr byggðarlaginu.

Með þeim í för eru tveir meðlimir La Ponte-Ecomuséu (Villanueva de Santo og Adriano í Asturias á Spáni) sem hafa ferðast til eyjarinnar til að fylgjast með ferlinu, skiptast á upplýsingum og bera saman viðhorf kvenna til lifnaðarhátta og menningarlandslags beggja dreibýlisbyggðanna.

Verkefnið „Lönd fiðrilda“/„Lands of Butterflies“ er evrópskt samstarfsverkefni sem er styrkt af Creative Europe áætluninni og þróað af La Ponte-Ecomuséu, íslensku samtökunum Landsbyggðin Lifi, og franska listarfélaginu Groupe ToNNe. Það hefur það að markmiði að endurheimta og efla með listsköpun sameiginlegar minningar dreifbýliskvenna í Evrópu.

Scroll to Top