Samantekt um verkefnið
Verkefnið Land Fiðrildanna safnar og metur framlag kvenna til landsbyggðarmenningar í Evrópu, með nýjum sögum frá listrænu sjónarmiði. Evrópuverkefnið Land Fiðrildanna – „Lands of Butterflies“ bjargar frá gleymsku minningum kvenna, upphefur þær og skráir nýjar frásagnir fyrir dreifbýli í Evrópu.
Verkefnið er samvinna La Ponte-Ecomuséu, íslensku samtakanna Landsbyggðin lifi og loks franska listafélagsins Groupe ToNNe og fellur undir Evrópuprógrammið Skapandi Evrópa „Creative Europe“ frá júlí 2022 til júní 2024. Á þessu tímabili, og í ólíkum þrepum, rannsaka aðilar verkefnisins og meta í gegnum list, framlag kvenna til menningar á tveimur dreifbýlisstöðum í Evrópu: Santo Adriano í Asturias á Spáni og á Kópaskeri á Íslandi.








Verkefnið LAND FIÐRILDANNA leitast bæði við að varðveita og efla ólíkar menningar, sem og finna það sameiginlega milli hinna evrópsku strjálbýlu svæða, með því að skoða hinn óáþreifanlega menningararf og minningar kvennanna. Þetta varpar ljósi á hversu mikilvægu hlutverki konur gengndu í menningarlífi staðanna. Markmiðið er að búa til nýjar frásagnir til að skilja betur nútímann og byggja sjálfbæra framtíð í Evrópu til að vera betur í stakk búin til að mæta þeim vanda sem afskekkt svæði standa fyrir: fólksfækkun, umhverfismál, fólksflutningar, tölvuvæðing
Fjöldi vinnustofa og funda eru haldin með íbúum Santo Adriano og Kópaskers, í því skyni að safna óáþreifanlegum menningarminjum og skapa andrúmsloft þar sem allir geta tekið þátt og speglað eigin menningu. Sumarið 2023 voru haldnar listastofur á báðum stöðum, skipulagðar af franska listafélaginu, og endapunkturinn síðan settur með síðustu listastofunni í Frakklandi í apríl 2024.
Markmiðið með þessum listastofum er að varpa ljósi á hlutverk kvenna hér áður fyrr, bæði á landsbyggðinni, sem og í Evrópu og setja þær fram í gegnum list, þannig að við speglum þær í nútíð og framtíð samfélaganna. Með verkefninu er vonast til að breyta framtíðarsýn landsbyggðarinnar og draga fram framlag kvenna til evrópskrar menningar.