Aðferðafræði og tímarammi

Aðferðar-ræðin sem beitt er í verkefninu byggir á þremur þáttum: Arfleifð, listum og vísindum.

Verkefnið LÖND FIÐRILDANNA endurheimtir óáþreifanlega arfleifð dreifbýlisins með því að blanda vísinda- og rannsóknaraðferðum (þróuð af hug- og félagsvísindum) saman við skapandi og listræn vinnubrögð. Með þessari blöndun faggreina munum við endurheimta, þýða, miðla og halda á lofti þessum venjum fortíðarinnar í samhengi við nútímann og þá framtíð sem er í smíðum. Þessi nálgun stuðlar að margþættri ígrundun málefnisins og skilningi á því og eykur gildi þess með því að minnka líkur á að þessi arfleifð hverfi úr því samhengi tíma og rúms sem hún hrærist í. Í því ljósi er bein þátttaka heimafólks í mismunandi skrefum ferlisins einn af lykilþáttum þessa verkefnis.

Verkefnið LÖND FIÐRILDANNA snýst um þrjár samtvinnaðar aðgerðir:

1

Að endurheimta arfleifð kvenna á landsvæðum í Santo Adriano (Spáni) og Kópaskeri og nágrenni (Íslandi): La Ponte Ecomuseum og Landsbyggðin lifi munu á einu ári standa fyrir röð vinnustofa til að endurheimta minningar kvenna, bæði frá einstaklingsbundnum og sameiginlegum sjónarhóli. perspectives;

2

Listræna túlkun þessara minninga til að auðvelda skilning á þeim og sýnileika innan og utan heimahaganna. Þetta verk verður unnið í þremur listamannadvölum á vegum Groupe ToNNe, á Spáni, Íslandi og í Frakklandi. Á þessum dvalartímum munu listamenn virkja samfélagið í skapandi ferli svo þessar nýju frásagnir megi taka á sig sýnilega mynd á þessum svæðum.

3

Miðlun þessara nýju frásagna með því að skipuleggja samskipti þar sem íbúar samfélaganna tveggja (Santo Adriano og Kópaskers og nágrennis) taka þátt með því að deila minningum sínum um fortíðina og hugleiðingum um framtíðina;

TILHÖGUN VERKEFNISINS

Árangur verkefnisins byggir í grundvallaratriðum á innleiðingu fjögurra verkhluta sem gera samstarfsaðilum í verkefninu kleift að ná markmiðum sínum með því að fylgja rökréttu skipulagi:

1.
Verkefnastjórnun og samhæfing
2.
Að endurheimta minningar kvenna í dreifbýli
3.
Listamannadvalir til að vinna úr (yfirfæra) minningum kvennanna
4.
Samskipti og miðlun á milli þátttakenda og miðlun niðurstaðna
Scroll to Top