Safnað minningum í Asturias

Frá október 2022 og maí 2023 voru skipulagðar og haldnar níu vinnustofur ‘(a)bordando el territorio’ á vegum La Ponte Ecomuséu. Hið spænska nafn ‘(a)bordando el territorio’ leikur með merkingu bæði bróderingar (jaðar), sem og skírskotun til svæðisins (á jaðrinum) og þar með grunnstoða verkefnisins. Allt tóku tuttugu konur þátt í verkefninu, fleiri í ákveðnum vinnustofum og var þeim skipt í hópa með 5-6 konum í hverjum. Þær voru á ólíkum aldri, með ólíkan bakgrunn og áhugamál og með aðferðum sem miðaði við þátttöku allra, tókst að skapa rými til að skoða hlutverk kvenna í menningu landsbyggðar.

Í þessum vinnustofum var minningum og hinni óáþreifanlegu menningu kvenna á Santo Adriano svæðinu safnað, þær yfirfærðar og þeim miðlað.  

Í fyrstu lotu voru rædd áhugasvið þátttakenda í því skyni að flétta þau inn í könnunarferlið. Eftir það hófst hver stund á umræðum og uppástungum sem safnað var saman.

Með þátttökuaðferðafræði, sem sérstaklega tekur tillit til áhyggjuefna hópsins, tímasetninga og markmiða verkefnisins, voru skipulagðar ólíkar ‘ferðir’ sem gerði okkur kleift að kynnast og varpa ljósi á vinnu kvenna í gegnum aldirnar á jaðrinum. Á sama hátt var unnið með áhugasvið til að endurheimta.

Endurlit til fortíðar er aldrei til að staðna: við lítum til baka til að muna, en líka til að skoða tíma þar sem konur voru í aukahlutverki í samfélaginu, þar sem þær voru ekki álitnar jafningjar og umboð þeirra í lágmarki. Hins vegar var framlag þeirra lífsnauðsynlegt til að framfleyta samfélaginu.

Vinnustofunar hjálpuðu að endurhugsa hlutverk kvenna (þá og nú) í þessum dreifbýlu samfélögum, sem og framlag þeirra með þekkingu, viðleitni og vinnu.

Vinnustofur 11. febrúar og 27. apríl: Þvottastaðurinn

Við lýsum hér þorpinu. Villanueva teygir sig meðfram bökkum árinnar, við ferðumst í gegnum ný og gömul hverfi. Í gegnum ráðhúsið, kirkjuna, skólann (la escuelina), búðina hennar Maríu (la tiendina), torgið (El Patio)… og í miðju þorpinu er gamli þvottastaðurinn, ekki lengur í notkun. En við viljum allar varðveita það og gefa því nýtt líf. Og viðurkenna hina gífurlegu vinnu sem konur unnu af höndum þarna. Að þvo föt tók langan tíma og mikla orku. Það var ekki auðvelt, hvernig þær standa, hvernig þær hreyfa líkama og hendur, hvernig þær bjuggu til sápu, hvernig þær undu þvottinn, hugsa um þetta græna ‘tend to the green’… Þekkingin sem viðheldur lífi er ekki viðurkennd. Fyrir okkur er hún ómetanleg.

 

Vinnustofa 4. mars: Fiðrildi

Vefnaður, bæði í óeiginlegri merkingu (vefnaðarsamtök, bandalög, traustabönd), sem og í bókstaflegri merkingu, er áberandi allan tímann sem vinnustofan stendur yfir. Við ófum með fingrum, við gerðum uppistöðu í vef, hverfula kóngulóavefi … Og á þennan hátt vildum við kynna okkur á 8M (8. mars). Og hvaða ímynd kom upp í hugann? Fiðrildi, að sjálfsögðu.

Með hjálp Isa og prjónakunnáttu hennar söfnuðumst við saman og hófumst handa: fjólublá ull, heklunálar, skæri og hendur okkar. Niðurstaðan er meira en fimmtíu fiðrildi sem síðan 8. mars hafa flogið í vindinum á þvottastaðnum,  

Vinnustofa 16. apríl og 20. maí: Grænmetisgarðar

Þekking smábænda varðveittist milli kynslóða: að þekkja lykt af yfirvofandi rigningu í loftinu, rétti staðurinn til að planta tré, hvenær í tunglhring er best að sá og uppskera. Konur voru iðnar alla daga og garðarnir tóku mikinn tíma. Þær ræktuðu ekki einungis mat, heldur einnig varðveittu hann til magurri tíma.

Hver sinnir görðunum í dag og hver kann að gera það?

Jósefína sagði okkur til; María og Lore komu með fræin; Gusti lagði jarðveginn; Vero, Elena og Yoli plöntuðu og vökvuðu. Svona varð samfélagsgarðurinn ‘Salsipuedes’ til (komdu og skoðaðu ef þú getur).

Scroll to Top